Hið íslenska töframannagildi
I.B.M. Ring 371 in Iceland
Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007.
Við höldum fund síðasta miðvikudag í hverjum mánuði, þar sem farið er yfir það nýjasta í heimi töfranna, hverju sinni.
Hið íslenska töframannagildi er fyrir þá sem hafa áhuga á töfrum, eru 18 ára eða eldri og fá meðmæli tveggja félaga.
Félagar í HÍT eru einnig félagar í IBM, International Brotherhood of Magicians og fá sent tímaritið The Linking Ring mánaðarlega.
If you are a traveling magician, on your way to Iceland, we would love to hear from you! Please contact us!
Í tímaritinu The Linking Ring er að finna kennslu á fjölmörgum töfrabrögðum í hverjum mánuði, umfjallanir, dóma og auglýsingar.
Ef þú ert töframaður og vilt fá nánari upplýsingar um inngöngu í HÍT, eða langar bara að forvitnast um félagið, hafðu þá endilega samband við okkur!
Hið íslenska töframannagildi er hringur 371 í International Brotherhood of Magicians.
Auk félagsfunda, fær HÍT einnig erlenda gesti til landsins, sem halda námskeið og fyrirlestra fyrir töframennina í HÍT.
Í Hinu íslenska töframannagildi eru yfir 20 félagar, bæði starfandi töframenn og einnig félagar sem eru áhugasamir um töfrabrögð.
Á hverju ári er haldið eitt, eða fleiri námskeið, þar sem hægt er að læra töfrabrögð og ýmislegt sem viðkemur töfrum, þegar hingað koma erlendir töframenn í hæsta gæðaklassa.
Frá árinu 2007, oftast á haustin, hefur Hið íslenska töframannagildi haldið árlegt Töfrakvöld HÍT, þar sem boðið hefur verið upp á töfrasýningar af bestu gerð — og oft með færustu töframönnum heims sem sérstökum gestum.
Til að hafa samband við Hið íslenska töframannagildi, IBM-hring 371, vinsamlega sendu póst á: toframenn@toframenn.is
To contact The Magicians' Guild of Iceland, IBM Ring 371, please send an e-mail to: toframenn@toframenn.is